Leggið kjúklingabaunir í bleyti í að minnsta kosti 10 klst eða allt að 24 klst. Takið þá úr vatninu og skolið með köldu vatni. Látið í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum og maukið saman þar til úr verður deig. Ef blandan er of þurr bætið þá 1-2 msk saman við en bara lítið í einu. Mótið í bollur og ef þið viljið er gott að velta þeim upp úr sesamfræjum. Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mínútur á báðum hliðum.
Melónusalat
400 g vatnsmelóna
200 g kirsuberjatómatar
1 rauðlaukur
1 handfylli mynta, fersk
75 g fetaostur
Skerið melónu, tómata, raulauk og mynta niður og setjið í skál ásamt fetaosti. Geymið í kæli þar til borið fram.
Tahini jógúrtsósa
2 msk tahini mauk
6 msk hrein jógúrt
safi úr 1/2 sítrónu
1 hvítlaukur, pressaður
1 msk ólífuolía
salt
Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti.
#samstarf Uppskriftin er unnin að fyrirmynd The food club
Leave a Reply