Innihaldslýsing

600g lambakjöt í bitum, gúllas eða niðurskorið innra læri
3 msk Madras spice paste frá Patak's
1 dl hrein jógúrt, helst grísk
2 tsk kókosolía
2 dl blómkálshrísgrjón eða saxað blómkál (hægt að kaupa frosið)
50g frosið spínat
2 tómatar saxaðir
1 krukka Madras sósa frá Patak's
Það er ekkert leyndarmál að ég elska Indverskan mat meira en flest. Og það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá...

Leiðbeiningar

1.Skerið kjötið í bita og hreinsið fitu frá ef þarf
2.Setjið kjötið í skál ásamt Madras paste og jógúrtinni. Hrærið vel saman og marínerið í minnst 30 mín. Má alveg marínerast í allt að sólarhring.
3.Þýðið spínatið í örbylgjuofni t,d. Kreistið úr því vökvann og vigtið 50g. Setjið kókosolíu á pönnu og steikið blómkálið og spínatið létt. Takið af pönnunni.
4.Setjið örlítið meira af kókosolíunni og steikið lambakjötið við meðalhita. Bætið 1 krukku af Madras sósunni og látið malla áfram rólega í 10 mín.
5.Bætið spínatinu og blómkálinu saman við og látið malla áfram í 5 mín.
6.Berið fram með basmati hrísgrjónum, naan brauði og jógúrtsósu.

Það er ekkert leyndarmál að ég elska Indverskan mat meira en flest. Og það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti ef vill.

Patak's Madras Cooking Sauce

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.