Innihaldslýsing

Salat að eigin vali, ég notaði lífrænt salat
Kokkteiltómatar skornir í tvennt
1/2 rauðlaukur þunnt sneiddur
Fræ úr granateplum
Eat real Hummus snakk með tómat og basil
1 dós kjúklingabaunir frá Rapunzel
1 tsk paprikuduft
1/2 tsk chili duft
1/2 tsk hvítlaukssalt
Svartur pipar eftir smekk
Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 200°C
2.Sigtið og skolið baunirnar og þerrið. Setjið þær í skál og stráið kryddinu yfir. Setjið ólífuolíuna útí og blandið saman. Dreifið úr baununum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 20 - 30 mín. Hrærið í þeim 2-3 á tímanum.
3.Skerið grænmetið og raðið í skál. Þið eruð ekkert bundin af því sem ég nota. Ég notaði það sem ég átti til.
4.Þegar baunirnar eru tilbúnar, takið þær útúr ofninum og látið mesta hitann rjúka úr þeim. Setjið þær yfir salatið og myljið snakkið yfir.

Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk.

Það er algjör snilld að mylja Eat real Hummus snakkið yfir salöt eða vefjur en það er vegan og lífrænt og því óhætt fyrir öll að fá sér nóg af því.

Error: Contact form not found.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.