Innihaldslýsing

300g eldaður kjúklingur (gott að nota afganga t.d)
150g Blue dragon eggjanúðlur eða 3 hreiður
1 krukka Satay sósa frá Blue dragon
Sojasósa eftir smekk
1 msk gróft hnetusmjör, ég notaði frá Rapunzel
Safi úr 1/2 lime
1/3 rauð paprika
6cm bútur blaðlaukur
1-2 hvítlauksrif
1 gulrót skorin í mjóar lengjur
Sjávarsalt ef vill
Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee… Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!    

Leiðbeiningar

1.Hitið vatn fyrir núðlurnar í meðalstórum potti.
2.Skerið grænmeti og snöggsteikið á pönnu. Setjið kjúkling og satay sósu saman við. Bætið hnetusmjöri, sojasósu, lime safa og salti ef vill saman við.
3.Sjóðið núðlurnar í 5 mín, sigtið og hendið á pönnuna. Blandið saman og berið strax fram.

Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee…

Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!

Færsla og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.