Fljótlegt focaccia brauð
Fljótlegt focaccia brauð

Innihaldslýsing

2 1/2 tsk þurrger
3 dl vatn, fingurvolgt
1 msk sykur
1 msk salt
3 msk ólífuolía, t.d. extra virgin oil frá Filippo Berio
500 g hveiti, t.d. pizzahveiti
kirsuberjatómatar
3 stilkar rósmarín, ferskt
extra virgin
sjávarsalt
Við mælum með Stemmari Pinot Grigio hvítvíni með þessari uppskrift

Leiðbeiningar

1.Setjið vatn og ger saman í skál og látið gerið leysast upp.
2.Bætið sykri, salti og ólífuolíu saman við.
3.Látið hveiti saman við, í litlum skömmtum í einu.
4.Hnoðið deigið í um 5 mínútur í hrærivél við meðalstyrk þar til deigið er farið að losna frá hrærivélaskálinni. Setjið klút yfir skálina og látið hefast á heitum stað í um klukkustund.
5.Stráið hveiti á borð og hnoðið vel. Skiptið deiginu niður í 5-6 stk. Mótið í kúlur og fletjið út. Setjið á bökunarplötu og látið hefast í um 30 mínútur.
6.Stingið holur í brauðin með fingrunum og dreypið vel af ólífuolíu yfir brauðin um 2 msk á hvert brauð. Setjið tómata í holurnar og stráið fersku rósmarín og salti yfir allt.
7.Bakið í 210°c heitum ofni í 15 mínútur. Takið úr ofni og leyfið að standa í um 10 mínútur áður en þau eru borin fram.

Focaccia er svo viðeigandi á sumardögum – já og reyndar alltaf – en það er eitthvað svo sumarlegt við þetta bragðgóða ítalska brauð. Brauðið er vinsælt sem meðlæti í veislum, með súpum og hentar frábærlega með grillmatnum nú eða bara eitt og sér með góðu pestó. Oft er það risastórt og hver tekur sinn bita en í þetta sinn gerum við smábrauð og þá er líka gaman að leika sér af því sem sett er ofaná. Börnin hafa sérstaklega gaman af því að leika sér við að skreyta þessi með hvítlauk, lauk, ólífum, osti svo eitthvað sé nefnt. Hvet ykkur til að prufa.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.