Þessi kaka er svo mikið uppáhalds á dögum þegar ég þarf eitthvað virkilega sætt. Til dæmis þegar sólin skín og enn frekar þegar hún skín ekki. Á vorin, á veturna, sunnudögum, já og mánudögum. Já þessi kaka á alltaf við og er sú sem slær í gegn í veislum og allir vilja uppskriftina. Nú er hún ykkar!
200 g súkkulaði | |
100 g smjör | |
3 ½ dl sykur | |
4 egg | |
1 ¾ dl hveiti | |
1 tsk vanillusykur | |
½ tsk salt | |
handfylli litlir sykurpúðar |
BROWNIE MEÐ SYKURPÚÐAKREMI OG RICE KRISPIES TOPPI
1. | Bræðið súkkulaði og smjör saman við lágan hita.Setjið í hrærivélaskál ásamt sykri og hrærið vel saman. |
2. | Bætið eggjum saman við og hrærið vel. Bætið síðan hveiti, salti og vanillusykri saman við og hrærið vel. |
3. | Smyrjið bökunarform (20x30cm) og hellið deiginu í formið. Bakið í 180°c heitum ofni í um 30 mínútur. Þegar 5 mínútur eru eftir af bökunartíma hellið þá sykurpúðunum yfir kökuna eða þar til hún er fullbökuð. Takið úr ofni. |
4. | Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir lágum hita. Blandið Rice Krispies saman við og hellið yfir kökuna, magn eftir smekk. |
5. | Kælið áður en hún er borin fram. |
Leave a Reply