Innihaldslýsing

200 g súkkulaði
100 g smjör
3 ½ dl sykur
4 egg
1 ¾ dl hveiti
1 tsk vanillusykur
½ tsk salt
handfylli litlir sykurpúðar
BROWNIE MEÐ SYKURPÚÐAKREMI OG RICE KRISPIES TOPPI

Leiðbeiningar

1.Bræðið súkkulaði og smjör saman við lágan hita.Setjið í hrærivélaskál ásamt sykri og hrærið vel saman.
2.Bætið eggjum saman við og hrærið vel. Bætið síðan hveiti, salti og vanillusykri saman við og hrærið vel.
3.Smyrjið bökunarform (20x30cm) og hellið deiginu í formið. Bakið í 180°c heitum ofni í um 30 mínútur. Þegar 5 mínútur eru eftir af bökunartíma hellið þá sykurpúðunum yfir kökuna eða þar til hún er fullbökuð. Takið úr ofni.
4.Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir lágum hita. Blandið Rice Krispies saman við og hellið yfir kökuna, magn eftir smekk.
5.Kælið áður en hún er borin fram.

Þessi kaka er svo mikið uppáhalds á dögum þegar ég þarf eitthvað virkilega sætt. Til dæmis þegar sólin skín og enn frekar þegar hún skín ekki. Á vorin, á veturna, sunnudögum, já og mánudögum. Já þessi kaka á alltaf við og er sú sem slær í gegn í veislum og allir vilja uppskriftina. Nú er hún ykkar!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.