Innihaldslýsing

1 dl grísk jógúrt frá MS Gott í matinn
½ dl ólífuolía
1 geiralaus hvítlaukur
1 skallottlaukur fínt saxaður
1 tsk reykt paprikuduft
2 tsk þurrkað oregano
1 tsk sjávarsalt
½ tsk nýmalaður svartur pipar
700g beinlaust kjúklingakjöt skorið í bita
Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman í skál jógúrt, olíu, hvítlauk, skallottlauk, reyktu paprikudufti, oregano, salti og pipar.
2.Skerið kjúklinginn í bita og setjið í jógúrtmarineringuna. Marinerið í að minnsta kosti 30 mín.
3.Hitið ofninn í 200°C. Raðið bitunum á bökunarplötu og bakið í 10 mín, snúið bitunum við og bakið áfram í 5 mín. Í lokin er gott að stilla á grillið í ofninum og brúna kjúklinginn í 1-2 mín.
4.Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er gott að skera grænmetið í salatið og raða því á bakka eða í skálar, allt eftir því hvort fólk fái sér sjálft af hverju grænmeti eins og um salatbar væri að ræða eða salatinu blandað í stóra skál og toppað með kjúklingnum og sósu.

Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota gríska jógúrt hvorutveggja í marineringuna og í tzatziki sósuna og ein dós passar akkúrat í uppskriftina. Ferskt salatið ásamt bragðmiklum kjúklingnum, salatostinum, sem á rætur sínar að rekja til Grikklands og sósunni góðu gerir þetta að fullkominni blöndu.

Þetta er svo alveg tilvalinn réttur í „meal prep“ og hægt að elda kjúklinginn fyrir nokkra daga og eiga sósuna til í kæli.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Gott í matinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.