Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk. Ég nota Oatly ikaffe mjólkina mikið í mjólkurlausan bakstur og nota hana einmitt hér. Ikaffe týpan er meira creamy og gerir allt extra gott. Það er alveg af og frá að hún sé eingöngu til þess að flóa í kaffi þó hún sé vissulega framúrskarandi í kaffið.
Prófið að skipta þessari venjulegu út fyrir Oatly ikaffe og þið eigið ekki eftir að finna neinn mun nema til hins betra!
Leave a Reply