Sinnepsgljáður hamborgarhryggur og rauðkál með eplum
Tilbúið
2 klst1,5 kg KEA Hamborgarhryggur frá Norðlenska
mjúkt smjör
3/4 dl dijonsinnep
3/4 dl púðursykur
3 msk hunang
3 msk brauðrasp
Smyrjið álpappír með mjúku smjöri. Takið hamborgarhrygginn úr pakkningu, þerrið með viskustykki og vefjið álpappír þá utan um hann. Látið í ofnfast mót og hellið vatni í botninn. Eldið í 1 1/2 klst við 200°c. Hrærið hráefnin fyrir gljáann saman í skál. Takið kjötið úr ofninum þegar kjöthitamælirinn sýnir 57c og penslið gljáanum yfir kjötið. Stráið brauðraspi þá yfir gljáann. Látið aftur inn í ofn og eldið í 30 mínútur til viðbótar. Takið úr ofni þegar kjöthitamælirinn sýnir 65c og látið hvíla í 10 mínútur áður en hann er skorinn.
Rauðkál með eplum
1 kg rauðkál
2 epli
1 laukur
25 g smjör
3 negulnaglar
5 allrahanda heil
1 1/2 tsk salt
2 tsk sykur
1 msk vínedik
Skerið rauðkálið og rífið eplin gróft eða skerið í þunnar sneiðar. Saxið laukinn og steikið hann á pönnu í smjörinu í 5 mínútur. Setjið rauðkál og epli á pönnuna og blandið því saman. Bætið við kryddi, salti, sykri og vínediki og eldið kálið u.þ.b. 40 mínútur undir loki. Smakkið kálið til.
Uppskrift fyrir 6 manns
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply