Gerir 10-12 stk

Leiðbeiningar

1.Marengs: Setjið eggjahvítur í hreina og þurra hrærivélaskál. Þeytið vel og bætið síðan sykri saman við og hrærið áfram í fimm mínútur eða þar til marengsinn er orðinn stífur. Bætið vanilludropum, ediki og sterkjunni varlega saman með sleif.
2.Setjið í sprautupoka og gerið litla marengskökur á smjörpappír. Um 10-12 stk.
3.Setjið í 100°c heitan ofn í klukkustund. Slökkvið á ofninum en leyfið marengsinum að kólna í ofninum.
4.Hrærið mascarpone, rjóma og vanillu saman. Bætið sykri smátt og smátt saman við og hrærið áfram þar til kremið hefur náð passlegri þykkt.
5.Látið mascarpone kremið yfir marengsinn, um 2-3 matskeiðar. Setjið þá 1 msk af lemon curd þar yfir.
6.Skreytið með berjum, myntulaufum, fínrifnum sítrónuberki og stráið flórsykri yfir allt.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Stonewall Kitchen á Íslandi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.