Ef þig vantar eitthvað fljótlegt til þess að bera fram í saumó, eftirrétt í matarboðið eða eitthvað ljúffengt í afmælisveisluna þá er þessi baka alveg fullkomin. Hún er algjör draumur fyrir sanna unnendur súkkulaðis enda algjörlega nóg af því hér. Í henni er kaffi sem má vissulega sleppa og nota t.d mjólk í staðinn en ég mæli með því að prófa það þar sem það dregur fram bragðið af súkkulaðinu án þess að það finnist kaffibragð. Einnig er mjög mikilvægt að setja smá salt í allar súkkulaðikökuuppskriftir þar sem það skerpir á súkkulaðibragðinu. Ég nota hérna bæði 45% og 70% suðusúkkulaði frá Nóa Síríus sem og saltkaramellufyllta Pralín súkkalaðið frá Nóa í kremið. Toppurinn yfir i-ið er svo karamellukurlið sem fullkomnar alveg bökuna. Að mínu mati er alveg bráðnauðsynlegt að bera fram ís eða rjóma með bökunni sem gefur ákveðið jafnvægi á móti súkkulaðinu.
Brjálæðislega góður desert sem þú verður að prófa!
Leave a Reply