Innihaldslýsing

120g púðursykur
220g sykur
180g mjúkt smjör
1 msk vanilludropar
2 stór egg við stofuhita
60ml kalt sterkt kaffi
4 msk kakóduft frá Síríus Sælkerabakstri
1 tsk matarsódi
320g hveiti
½ tsk mulið sjávarsalt
150g Síríus suðusúkkulaði, saxað
150g Síríus suðusúkkulaði 70%, saxað
Ef þig vantar eitthvað fljótlegt til þess að bera fram í saumó, eftirrétt í matarboðið eða eitthvað ljúffengt í afmælisveisluna þá er þessi baka alveg fullkomin. Hún er algjör draumur fyrir sanna unnendur súkkulaðis enda algjörlega nóg af því hér. Í henni er kaffi sem má vissulega sleppa og nota t.d mjólk í staðinn en...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 180°C blástur
2.Saxið súkkulaðið og setjið til hliðar og útbúið kaffið og látið kólna.
3.Setjið púðursykur, sykur, smjör og vanilludropa í skál og þeytið saman. Setjið eitt egg út í í einu og þeytið vel á milli. Þeytið blönduna þar til hún er orðin ljós og létt
4.Blandið kakói og köldu kaffi saman við og þeytið.
5.Setjið hveiti, matarsóda og salt saman við og blandið saman með sleikju. Setjð saxað súkkulaði saman við að síðustu.
6.Smyrjið ofnfast mót í meðalstærð og smyrjið deiginu í formið. Bakið í 30 mín.
7.Útbúið karamellukremið með því að brjóta súkkulaðið og setja í lítinn pott ásamt rjómanum. Bræðið saman og takið af hellunni
8.Takið kökuna út, látið mesta hitann rjúka úr henni, „drizzlið“ kreminu yfir kökuna og toppið með karamellukurli. Berið fram með vanilluís eða rjóma.

Ef þig vantar eitthvað fljótlegt til þess að bera fram í saumó, eftirrétt í matarboðið eða eitthvað ljúffengt í afmælisveisluna þá er þessi baka alveg fullkomin. Hún er algjör draumur fyrir sanna unnendur súkkulaðis enda algjörlega nóg af því hér. Í henni er kaffi sem má vissulega sleppa og nota t.d mjólk í staðinn en ég mæli með því að prófa það þar sem það dregur fram bragðið af súkkulaðinu án þess að það finnist kaffibragð. Einnig er mjög mikilvægt að setja smá salt í allar súkkulaðikökuuppskriftir þar sem það skerpir á súkkulaðibragðinu. Ég nota hérna bæði 45% og 70% suðusúkkulaði frá Nóa Síríus sem og saltkaramellufyllta Pralín súkkalaðið frá Nóa í kremið. Toppurinn yfir i-ið er svo karamellukurlið sem fullkomnar alveg bökuna. Að mínu mati er alveg bráðnauðsynlegt að bera fram ís eða rjóma með bökunni sem gefur ákveðið jafnvægi á móti súkkulaðinu.

Brjálæðislega góður desert sem þú verður að prófa!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Nóa Síríus.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.