Innihaldslýsing

200 g brokkolí, smátt skorið
1 rauð paprika, smátt skorin
1/2 púrrulaukur, smátt skorin
2 hvítlauksrif, söxuð
1 pakki skinka, skorin í litla teninga
2 stk mexíkóostur
500 ml rjómi
rifinn ostur
1 franskbrauð
Það er eitthvað svo dásamlegt við heita brauðrétti!

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör á önnu og steikið grænmeti og skinkuna saman þar til grænmetið er farið að mýkjast.
2.Rífið ostinn niður og látið ásamt rjómanum í pott. Hitið að suðu, en látið ekki sjóða. Hrærið þar til osturinn hefur blandast saman við rjómann. Bætið þá aromat kryddi saman við.
3.Takið skorpuna af brauðinu (valkvætt) og tætið brauðið niður og látið í ofnfast mót.
4.Setjið grænmetið yfir brauðið og hellið síðan rjómablöndunni yfir allt. Endið á að setja rifinn ost yfir allt.
5.Látið í 180°c heitan ofn í um 30 mínútur.
6.Berið fram með rifsberjahlaupi.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Knorr

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.