Innihaldslýsing

1 stór laukur
1 stór geiralaus hvítlaukur
1 tsk karrý
1 tsk broddkúmen (cumin)
1 tsk kóríander krydd
1 msk avocado olía
3 stórar gulrætur eða 4 miðlungs
1 stór rauð paprika
1/2 græn paprika
15 cm púrrulaukur, hvíti hlutinn
1 dós plómutómatar
1 dós kókosmjólk, helst þykk
2 fiskiteningar
3 msk fljótandi humarkraftur
50g tómatpúrra
1 l. vatn
3 dl prosecco að eigin vali
4 dl rjómi frá Örnu
400g hörpuskel snyrt
250g risarækja
400g lax í bitum
250g rækjur
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
Létt þeyttur rjómi og fersk steinselja til skrauts
Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti...

Leiðbeiningar

1.Saxið lauk og hvítlauk og steikið við miðlungshita í avocado olíunni. Best er að gera það bara í pottinum sem súpan á að fara í. Bætið við karrí, broddkúmeni og kóríander og steikið áfram í 2 mín.
2.Saxið grænmeti, má alveg vera frekar gróft og setjið út í pottinn. Bætið tómötum, kókosmjólk, vatni, krafti og tómatpúrru saman við og látið malla í 30 mín. Maukið því næst súpuna með töfrasprota. Það er mjög gott að láta þennan hluta súpunnar malla lengi, í góðu lagi að gera það nánast allan daginn á meðan annað er græjað.
3.Bætið við prosecco, sjávarfangi og rjóma og látið malla í 5 mín.
4.Berið fram með létt þeyttum rjóma, ferskri steinselju og hvítlauksbaguette

Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti sem manni hugnast best sem og það sjávarfang sem heillar mest.

Ég vel að mauka súpuna vel áður en ég set sjávarfangið og rjómann saman við en þannig fæ ég silkimjúka áferð og litlir munnar frekar tilbúnir til að smakka hana. Bragðið verður einnig dýpra og betra vil ég meina.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.