Innihaldslýsing

2 eggjahvítur
100 g flórsykur
50 g suðusúkkulaði, til skreytingar
1 tsk vanilluduft
35 g Kornflex, mulið
50 g suðusúkkulaði, smátt saxað
Karamellukenndar marengskökur sem slá í gegn

Leiðbeiningar

1.Þeytið eggjahvíturnar og passið að hrærivélaskálin er hrein og þurr. Bætið flórsykri saman smátt og smátt og hrærið áfram. Þegar allur flórsykurinn er kominn út í hrærið í 3 mínútur til viðbótar.
2.Setjið vanillu, mulið kornflex og saxað súkkulaðið varlega saman við með sleif.
3.Setjið með teskeið á smjörpappír.
4.Bakið í 150°c heitum ofni í 15-20 mínútur.
5.Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið yfir kökurnar.
6.Njótið!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.