Hrákaka með hnetu-kókosbotni og límónukremi
Límónukrem
200 g ósaltaðar kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 12 klst
2 msk agave síróp eða hunang
1 dl kókosolía, fljótandi
1 tsk vanilluduft
1-2 msk vatn
safi úr 1/2 límónu
Skolið vatnið af kasjúhnetunum og setjið í blandara á samt hinum hráefnunum. Blandið saman í 3 mínútur. Bætið við smá vatni ef þetta er of þykkt.
Hnetu og kókosbotn
150 g hnetur, t.d. möndlur, pekanhnetur, valhnetur
6 mjúkar döðlur, án steins
3 msk kókosmjöl
2 msk kókosolía, fljótandi
klípa af salti
Látið hneturnar í matvinnsluvél og blandið gróflega. Látið hin hráefnin saman við og blandið þar til þetta er orðið eins og klístrað deig. Látið í 18 cm form með smjörpappír í botninum. Geymið í frysti í 30 mínútur og takið svo út. Látið kremið yfir og toppið með ferskum berjum.
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply