Innihaldslýsing

1 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
2 msk sykur
3/4 bolli AB mjólk með vanillubragði frá Örnu
2 msk nýmjólk frá Örnu
2 msk olía
1 stórt egg
1 tsk vanilludropar
Smjör til að pensla pönnuna
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en...

Leiðbeiningar

1.Setjið öll þurrefni í skál og hrærið aðeins með písknum
2.Setjið AB mjólk, egg, olíu, og vanilludropa út í og hrærið vel með písknum. Setjið mjólkina út í og hrærið, látið deigið standa í 5 mín áður en þið byrjið að steikja pönnukökurnar.
3.Penslið smá smjöri á pönnu (ég geri þetta þó ég sé með teflon pönnu en mér finnst koma mjög gott bragð ef þetta er gert. Setjið ca. 1/4 bolla af deigi á pönnuna og bakið við miðlungshita.

Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða annað vesen. Leynivopnið er bragðbætta AB mjólkin frá Örnu en þessi með vanillubragðinu hentar sérlega vel í bakstur eins og þennan.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.