Innihaldslýsing

2 hvítlaukar, saxaðir
1 laukur, smátt saxaður
500 g nautahakk
2 dósir tómatar, saxaðir
1 dl - 2 grasker, soðið og maukað
1 msk oregano
1 teningur nautakraftur frá Knorr
2 msk tómatsósa
4 paprikur
100 g mozzarella
2 1/2 dl kús kús frá Lifandi hamingju

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og steikið lauk og hvítlauk við vægan hita í 2-3 mínútur.
2.Bætið nautahakki saman við og steikið þar til það er ekki lengur rautt.
3.Sjóðið graskerið þar til það er farið að mýkjast. Látið í blandara og maukið.
4.Bætið graskersmaukinu út á pönnuna ásamt tómötum, nautakrafti, oregano og tómatsósu. Graskerið gefur réttinum rjómakennda áferð. Látið malla í 30 mínútur við vægan hita.
5.Skerið efri hlutann af paprikunum og fræhreinsið. Skerið út andlit á paprikurnar. Eldið þær í 180c heitum ofni í um 20 mín.
6.Takið úr ofni og fyllið með kjötsósunni. Stráið osti yfir og eldið í 10 mínútur til viðbótar eða þar til osturinn er bráðinn.
7.Sjóðið kús kús samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Berið fram með paprikunum og njótið vel.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Knorr 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.