Innihaldslýsing

1 laukur smátt saxaður
1 græn paprika, smátt skorin
1/2 sæt kartafla í teningum
5 meðalstórar gulrætur í sneiðum
2 dósir plómutómatar heilir
1 grænn chili smátt saxaður
1/2 blaðlaukur, hvíti hlutinn
2l. vatn
3 teningar grænmetiskraftur
200g rjómaostur
50g tómatpúrra
3 tsk karrý
1/2 bréf taco krydd
Salt og pipar
400ml rjómi frá Örnu
Mozzarellaostur frá Örnu eftir smekk
1 msk olía
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...

Leiðbeiningar

1.Saxið grænmetið og setjið það í skál. Hitið olíuna í stórum potti, ég notaði steypujárnspott en hvaða pottur sem er dugar vel. Steikið grænmetið á miðlungshita í nokkrar mínútur. Gætið þess að brenna það ekki.
2.Setjið vatn, plómutómata, tómatpúrru, kraft, krydd og rjómaost út í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið súpuna malla í að minnsta kosti 1 klst. Þegar þið ætlið að fara að bera súpuna fram setjið þá rjómann út í og látið hana malla í 10 mín í viðbót.
3.Best finnst mér að bera hana fram með rifnum mozzarella og nachos flögum. Þessi er best daginn eftir eins og svo margar súpur og ekkert mál að frysta hana í boxum og taka með í nesti t.d.

Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég ekkert kjöt og hentar hún því vel grænmetisætum. Laktósafríi rjóminn frá Örnu ásamt hreina mozzarella ostinum þeirra gera hana að algjörri lúxus súpu. Uppskriftin er stór en hana má vel frysta en geymist líka vel í lokuðu boxi í kælinum. En eins og með flestar svona súpur og pottrétti er hún alltaf best daginn eftir!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.