Hunangs-bbq kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum
Hunangs-bbq kjúklingur með grilluðu grænmeti og geggjuðum sósum

Innihaldslýsing

1.4 kg kjúklingalæri
1 flaska Honey Barbecue sauce, frá Stonewall Kitchen
Grillpinnar
Fyrir 4-6 manns

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingalærin í munnbita. Setjið í stóra skál og hellið hunangs bbq sósunni yfir kjúklinginn og blandið vel saman. Marinerið eins lengi og tími gefst.
2.Skerið grænmetið niður, blandið saman við ólífuolíu og kryddið með timían og salti. Setjið á grillbakka og grillið. Látið mexikóostinn saman við undir lok grilltímans.
3.Þræðið kjúklingalærin upp á grillpinna og grillið. Penslið með marineringunni og snúið kjúklinginum reglulega svo hann eldist vel á öllum hliðum.
4.Berið fram með góðum sósum eins og Garlic Aioli og Habanero Mango frá Stonewall Kitchen.

Sósur geta oft sett punktinn yfir i-ið með góðri máltíð og ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð hvaða sósur ég nota þegar ég held matarboð og ber fram sósurnar frá Stonewall Kitchen. Úrvalið er mikið og erfitt að mæla bara með einni frá þeim því þær eru allar frábærar. En með þessari máltíð marineraði ég kjúklinginn upp úr hunangs bbq sósunni frá þeim og bar hann svo fram með grilluðu grænmeti og “Garlic Aioli” og “Habanero Mango” – báðar geggjaðar.

Það var slegist um hvern bita

 

Þessar sósur slá alltaf í gegn. Habanero Mango fyrir þá sem elska smá “spicy”

 

Þessi er frábær með frönskum kartöflum eða á samlokur
Vörurnar frá Stonewall Kitchen fást í Melabúðinni, Fjarðarkaup, Hagkaup og Fiskkompaní Akureyri. Hægt er að fylgja þeim á:Facebook Instagram

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.