Innihaldslýsing

Lambalæri frá Norðlenska
1 krukka af mango chutney, t.d. frá Patak's
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 msk dijon sinnep
4 msk ólífuolía
1 msk pipar
1 msk salt
Meðlæti hrísgrjón, naan og rajita

Leiðbeiningar

1.Setjið mango chutney, hvítlauk, sinnep, ólífuolíu, salt og pipar í blandara og blandið ölllu vel saman.
2.Þekjið lambalærið vel með marineringunni og látið standa í amk 2 klst.
3.Hitið grillið vel. Slökkvið síðan á því öðru megin og leggið lambalærið þar á. Hafið hlutann sem er kveiktur á lágum eða miðlungs hita.
4.Hafið kjöthitamæli í lambakjötinu. En annars er viðmiðunarreglan 40-45 mínútur á hvert kíló. Þegar kjöthitamælirinn sýnir 60°c er það meðalsteikt og 70°c eldað í gegn.
5.Setjið lambalærið yfir á hitann undir lok eldunartímans og brúnið lítillega.

Íslenska lambið almennt þá sérstöðu að vaxa frjálst í íslenskri náttúru þar sem það hefur aðgang að fersku grasi, jurtum og tæru vatni.

 

Færslan er unnin samstarfi við Norðlenska

 

Mango chutney lambalæri eins og það gerist best

 

Gott að brúna lambalærið vel í lokin

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.