Innihaldslýsing

1 dós kjúklingabaunir frá Himneskri Hollustu
2 tsk hvítlauks salt
2 msk wasabi mauk
2 msk Olífuolía
Flest okkar telja okkur hafa smakkað wasabi og tengja það við Sushi. Staðreyndin er sú að 90% af wasabi sem er selt í heiminum er ekki búið til úr wasabi...

Leiðbeiningar

1.Skolið kjúklingabaunir í köldu vatni og hellið svo yfir á bökunarplötu
2.Útbúið wasabi mauk (aðferð lýst hér að neðan)
3.Hrærið wasabi mauki, hvítlauks salti og olíu við baunirnar
4.Dreyfið vel úr þeim á bökunarplötuna
5.Bakið í 35 mín á 210 gráðum, en fylgist vel með og veltið þeim við af og til
6.Takið út þegar þær fara að brúnast


Flest okkar telja okkur hafa smakkað wasabi og tengja það við Sushi. Staðreyndin er sú að 90% af wasabi sem er selt í heiminum er ekki búið til úr wasabi rót, heldur piparrót sem er lituð með grænum matarlit og bragðbætt með öðrum efnum. Ég persónulega hef aldrei verið hrifin af því wasabi sem mér hefur verið fært og vissi að það væri líklegast ekki alvöru wasabi. Þegar ég rakst á wasabi rót í síðustu viku ákvað ég að ég yrði að prófa og síðan þá hef ég sett hana í nánast alla rétti sem ég hef eldað !


Það er hægt að gera svo ótal margt með hana og nota í hina ýmsu rétti. Hún bragðast alls ekki eins og það wasabi sem við erum vön, en hún er miklu ferskari og svo gaman að leika sér með hana. Ég ákvað að kaupa mér gjafaöskju sem innihélt wasabi, rifjárni og pensil til þess að eignast allar græjurnar sem nauðsynlegar eru en ég sá ræturnar einnig í lausu. Til þess að útbúa maukið þarf maður rótina sjálfa og örfínt rifjárn sem fylgir með í kassanum. Ég keypti þetta í Hagkaup í Garðabæ en vegna margra spurninga fór ég að athuga hvar þetta fæst og veit til þess að hún fáist einnig í Fylgifiskum. (Hversu sniðug gjöf fyrir þá sem eiga allt)

Þessi færlsa er unnin í samstarfi við Nordic Wasabi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.