Innihaldslýsing

1 dós kjúklingabaunir frá Rapunzel, vökvinn síaður frá (hægt að nota í marengs o.fl.)
1/3 bolli möndlusmjör frá Rapunzel
1/3 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
1/4 bolli hlynsíróp frá Rapunzel
5 msk malaðar möndlur eða möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk vanillukorn frá Rapunzel
1/4 tsk himalayasalt
100g kókossúkkulaði frá Rapunzel
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C og setja bökunarpappír í lítið eldfast mót, ca. 20x20cm
2.Sigtið kjúklingabaunirnar og skolið vel undir kaldri vatnsbunu
3.Setjið hreinsaðar kjúklingabaunir, möndlusmjör, hlynsíróp, sykurinn, vanillu, möndlumjölið, matarsódann, lyftiduftið og salt í matvinnsluvél og vinnið þar til deigið er silkimjúkt
4.Saxið súkkulaðið og takið fra nokkra stærstu bitana
5.Takið skálina af matvinnsluvélinni og hnífinn úr, skafið deigið af hnífnum og blandið súkkulaðinu saman við með sleikju
6.Setjið deigið í formið og stráið afgang af súkkulaðinu yfir
7.Bakið í 25 - 30 mín, varist að baka kökuna of lengi, þessar brownies eru bestar þegar þær eru mjúkar í miðjunni

Error: Contact form not found.

Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt.

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Þið bara verðið að prófa!

 

 

Unnið í samstarfi við Innnes, umboðsaðila Rapunzel og Oatly á Íslandi.

Uppskrift og myndir eftir Völlu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.