Innihaldslýsing

4-500g Úrbeinaðar grísakótilettur frá Goða í Italiano Parmesan marineringu
300g tagliatelle
200g ferskir sveppir
1 laukur
3 hvítlauksrif
200ml hvítvín, má vera áfengislaust
300ml rjómi
1 msk ljós maísena sósujafnari, má vera aðeins meira fyrir þykkari sósu
1 msk kjúklingakrafur
1 tsk þurrkað timian
1 msk þurrkuð steinselja
2 msk rifinn parmesan + til að raspa yfir
Salt og pipar eftir smekk
Söxuð fersk basilika ef vill
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja vatn í pott, saltið það vel og látið suðuna koma upp.
2.Hitið grillið vel, helst ná því í 250-300°C, snögg grillið grísasneiðarnar
3.Setjið tagliatelle pastað í pott og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum.
4.Saxið lauk, hvítlauk og sveppi, setjið 1 msk af smjöri út á pönnu og þegar það er bráðið bætið þið laukunum út á. Steikið þar til laukurinn er orðinn glær, bætið sveppunum út í og steikið þar til þeir fara að brúnast. Saltið og piprið.
5.Setjið hvítvínið út á pönnuna ásamt kjúklingakraftinum. Látið það sjóða aðeins niður. Bætið rjómanum saman við ásamt parmesan og kryddum, hrærið aðeins saman við og setjið 1 msk af ljósum maísena sósujafnara út í og hrærið saman.
6.Þegar pastað er tilbúið, hellið vatninu af og setjið út á pönnuna, veltið því vel upp úr sósunni. Einnig er hægt að hafa þetta öfugt, setja sósuna út í pottinn þegar vatninu hefur verið hellt af.
7.Skerið kjötið í sneiðar þvert á vöðvann og berið fram með pastanu. Raspið parmesan og stráið saxaðri ferskri basiliku yfir.

Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt fram með köldu hvítvínsglasi og jafnvel góðu snittubrauði.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Kjarnafæði – Norðlenska hf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.