Góðar Ítalskar kjöbollur gera eitthvað sérstakt við sálina, það má segja að þær knúsi okkur innanfrá. Við höfum lengi verið í leit að fullkomnum Ítölskum kjötbollum, farið víða og smakkað ófáar. Sumar góðar, aðrar ekki. Síðan hefur matarævintýrið sem við elskum svo mikið tekið okkur hingað – við lögðumst í rannsóknarvinnu, skoðuðum margar aðferðir og uppskriftir. Loksins! Við lögðum það sem við höfum lært saman í eitt og ætlum stoltir að deila með ykkur uppskriftinni. Þessar hafa allt, bragðið, áferðina og mýktina. En það má ekki gleyma hvað það er sem fullkomnar góðar ítalskar kjötbollur. Það er að sjalfsögðu bragðmikið tómat marinara.
Ef þið viljið sjá okkur gera þessa uppskrift, farið á Instagram síðuna okkar @Matarmenn og fundið það undir „highlights“.
Matarmenn,
Anton og Bjarki.
Leave a Reply