Innihaldslýsing

1 kalkúnabringa (ca. 800 g)
2-3 msk smjör til steikingar
Ferskar kryddjurtir t.d. timían og steinselja
1⁄4 rautt chili, saxað smátt
Salt og pipar
2 1⁄2 dl hvítvín
1 1⁄2 dl rjómi
1⁄2-1 msk kjúklingakraftur
Uppskriftin hentar 3-4 fullorðnum.

Leiðbeiningar

1.Hitið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna á öllum hliðum. Látið kalkúnabringur í ofnfast mót. Setjið kryddjurtir, chili, salt og pipar saman í skál og blandið saman. Setjið yfir kalkúnabringurnar og nuddið þar í.
2.Hellið hvítvíni í mótið og setjið í 100°c heitan ofn í um 1 1⁄2 - 2 klst eða þar til kjöthitamælirinn sýnir 65° c.
3.Veltið grænmeti upp úr ólífuolíu og setjið í 210°c heitan ofn í 30-40 mínútur.
4.Gerið kartöflumúsina skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Sjóðið þar til þær eru farnar að mýkjast. Setjið í matvinnsluvél eða notið töfrasprota eða stappið með gaffli. Bætið smjöri saman við og þynnið etv. með smá rjóma eða mjólk. Saltið og piprið að eigin smekk.
5.Takið kalkúnabringurnar úr ofni, látið standa í 15 mínútur með álpappír yfir.
6.Hellið soðinu í pott og sjóðið niður þar til þið hafið um 1 1⁄2 dl af soði. Smakkið til með rjóma, kjúklingakrafti og kryddjurtum.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Reykjabúið en það er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett
í Mosfellsbænum. Þar geta allir komið við í heimaverslun þeirra og verslað ferskt eða frosið. Reykjarbúið bíður upp á heilan kalkún, bringur, hakk, álegg og fleira. Reykjabúið er staðsett á Reykjum í Mosfellsbæ. Frekari upplýsingar um opnunartíma og vöru má finna hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.