Innihaldslýsing

1 egg
50 g sykur
2 tsk vanillusykur
50 g olía
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
hnífsoddur salt
1 1/2 dl mjólk
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hrærið eggi, sykri, vanillusykri og olíu saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
2.Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman og bætið saman við hitt ásamt mjólkinni. Hrærið saman.
3.Setjið smjörpappír í bökunarform 15x25 cm og látið deigið þar í.
4.Fylling: Hrærið saman smjöri, púðursykri, kanil og hveiti og látið yfir deigið með tsk, Ýtið því aðeins niður í deigið.
5.Bakið í 180°c heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofni og kælið.
6.Gerið glassúr með því að blanda vatni saman við flórsykur. Hrærið vel saman og setjið yfir kökuna.
Svo einföld og dásamlega bragðgóð kanilsnúðakaka

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.