Innihaldslýsing

100g döðlur saxaðar
200ml vatn
30g smjör
200g hveiti
130g púðursykur
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
100g kókos & möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel
1 egg
1/4 tsk salt
Döðlur eru bestar! Eintómar eða í kökur, brauð og jafnvel ósæta rétti líkt og pasta. Og kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel er betra flest annað. Þess vegna er algjörlega magnað að setja það í klassíska döðlubrauðið okkar. Úr verður lungamjúkt en þó aðeins þétt döðlubrauð sem er jafnvel eins og kaka. Dásamlegt eitt og sér,...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C blástur
2.Hitið vatn í potti að suðu og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið er bráðið bætið döðlum út í og látið mýkjast aðeins í vatninu. Setjið blönduna í hrærivél.
3.Blandið restinni af innihaldsefnum saman við og hrærið þar til deigið er samfellt.
4.Smyrjið ílangt bökunarform í millistærð og setjið deigið út í. Bakið í miðjum ofni í 50 mín, gæti verið misjafnt eftir ofnum. Fylgist bara vel með og aukið tímann ef þarf.
5.Kælið döðlubrauðið á grind og mæli með því að bera það fram með smjöri eða jafnvel þeyttum rjóma.

Döðlur eru bestar! Eintómar eða í kökur, brauð og jafnvel ósæta rétti líkt og pasta. Og kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel er betra flest annað. Þess vegna er algjörlega magnað að setja það í klassíska döðlubrauðið okkar. Úr verður lungamjúkt en þó aðeins þétt döðlubrauð sem er jafnvel eins og kaka. Dásamlegt eitt og sér, með smá flórsykri eða jafnvel smurt með smjöri.

Færsla og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.