Innihaldslýsing

800g þorskur eða annar hvítur fiskur
1 msk olía
6-7 sveppir
1 miðlungs rauð paprika
15 cm blaðlaukur
1 geiralaus hvítlaukur, smátt saxaður
1/2 rauðlaukur
1 msk fiskikraftur í lausu
1 tsk þurrkuð steinselja
salt & pipar eftir smekk
safi úr 1 sítrónu
1 krukka Salatfeti frá Örnu
1 dl svartar ólífur í sneiðum
tæpur 1 poki Mozzarella með pipar frá Örnu
2 dl rjómi frá Örnu
Það sem ég gæti borðað svona fisk á pönnu í alla mata. Þvílík bragðsprengja! Það er hægt að nota hvaða hvíta fisk sem er en hér notaði ég fallegan þorsk. Það er hægt að nota það grænmeti sem er til en það er alveg bráðnausynlegt að hafa fetaostinn, hvítlauk og svartar ólífur, sem og auðvitað...

Leiðbeiningar

1.Skerið fiskinn í bita og setjið til hliðar.
2.Skerið grænmeti og steikið í olíunni á pönnu sem má fara í ofn.
3.Takið grænmetið af pönnunni og bætið aðeins olíu á pönnuna ef þarf, hér væri snjallt að setja smá af fetaolíunni.
4.Raðið fisknum á pönnuna og kryddið.
5.Snúið við fiskbitunum og dreifið fiskikraftinum jafnt yfir, setjið steikta grænmetið yfir fiskinn. Þar næst kemur fetaosturinn og ólífurnar. Hellið rjóma yfir og stráið osti yfir herlegheitin.
6.Setjið pönnuna undir grillið í ofninum þar til osturinn er orðinn gylltur.
7.Berið fram með nýjum kartöflum og góðu brauði ef vill.

Það sem ég gæti borðað svona fisk á pönnu í alla mata. Þvílík bragðsprengja! Það er hægt að nota hvaða hvíta fisk sem er en hér notaði ég fallegan þorsk. Það er hægt að nota það grænmeti sem er til en það er alveg bráðnausynlegt að hafa fetaostinn, hvítlauk og svartar ólífur, sem og auðvitað rjómaslettu.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.