Innihaldslýsing

1 poki úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
100 gr Kashjúhnetur
10 Döðlur
1 Mexíkó Ostur
1 msk Chili Olía frá Filippo Berio
1/2 Sæt Kartafla
3 dl Rjómi
Chili Olían í þessari uppskrift setur punktinn yfir i-ið og því mæli ég eindregið með því að kaupa hana. Hana er hægt að nota í ýmsa kjúklinga og pasta rétti ásamt því að hún er fullkomin á pizzu. Ástæðan fyrir því að ég vel að nota úrbeinuð kjúklingalæri er því þau verða safaríkari við eldun...

Leiðbeiningar

1.Skerið Kashjúhnetur, Mexíkóost, Sæta kartöflu og Döðlur í litla bita
2.Setjið úrbeinuðu kjúklingalærin í eldfast mót
3.Setjið salt og pipar yfir kjúklinginn eftir smekk
4.Dreyfið niður skornu innihalds efnunum yfir kjúklinginn
5.Hellið rjóma yfir ásamt 1 msk af Chili Olíunni
6.Setjið inn í ofn á 200 gráður í 26 mínútur eða þar til kjúklingurinn er full eldaður


Chili Olían í þessari uppskrift setur punktinn yfir i-ið og því mæli ég eindregið með því að kaupa hana. Hana er hægt að nota í ýmsa kjúklinga og pasta rétti ásamt því að hún er fullkomin á pizzu. Ástæðan fyrir því að ég vel að nota úrbeinuð kjúklingalæri er því þau verða safaríkari við eldun heldur en bringurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.