Innihaldslýsing

200 gr mjúkar döðlur - Ég notaði frá Himneskri Hollustu
2 dl Kókosmjöl
2 dl Haframjöl
1 dl Isola Bio möndlumjólk
1 & 1/2 dl Möndlur
1 msk Kakó
1 msk Kókosolía
2 msk Hnetusmjör
1 msk Sweet like sugar Stevia - Ég notaði frá GoodGood brand
Þessi holla og góða kaka er mín go-to hrákaka og slær í gegn í hvert skiptið sem ég býð upp á hana. Hún er einföld í gerð því það þarf ekki matvinnsluvél eins og þarf fyrir flestar hrákökur og því ætti að vera á allra færi að gera hana. Einnig eru flest hráefnin sem ég...


Þessi holla og góða kaka er mín go-to hrákaka og slær í gegn í hvert skiptið sem ég býð upp á hana. Hún er einföld í gerð því það þarf ekki matvinnsluvél eins og þarf fyrir flestar hrákökur og því ætti að vera á allra færi að gera hana. Einnig eru flest hráefnin sem ég nota lífræn og sykurlaus og því veit ég að hún er góð fyrir kroppinn.

Best er að geyma þessa köku í frysti en þannig helst hún góð í langan tíma og hægt að taka út hæfilegan skammt í hvert skiptið. Það þarf ekki að taka hana út löngu áður en hún er borin fram, en 15 mínútur ætti að vera passlegt. Þegar ég býð uppá hana í boði finnst mér gaman að vera búin að skera hana í sneiðar eins og á myndunum og jafnvel bjóða uppá rjóma með, en ef ég er að gera til að eiga heima til að grípa í finnst mér gott að skera hana í litla teninga.

Öll hráefnin sem notuð eru í kökuna fást frá Himneskri Hollustu og GoodGood brand og þau sem ég valdi að nota má sjá á myndinni hér að neðan.


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu en ástæðan fyrir því að ég vel að nota þær vörur er vegna þess að ég veit að ég er að fá 100% lífræna vöru sem er góð fyrir okkur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.