Innihaldslýsing

1 miðlungs stórt blómkálshöfuð
150g Mozzarella með pipar frá Örnu
1 egg
1/4 tsk sjávarsalt
1/4 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk oregano
Chorizo pylsa í sneiðum
Rifinn mozzarella frá Örnu
Klettasalat
Parmesanostur
Á nýju ári fara margir í að endurskoða mataræðið sitt. Keto hefur verið mjög vinsælt undanfarin misseri en þar er leitast við að hafa sem allra minnst af kolvetnum, prótein í meðallagi og mest af fitu eða um 70% af heild. Í gegnum tíðina hef ég prófað allskonar lágkolvetna pizzubotna en ég fer alltaf í...

Leiðbeiningar

1.Hakkið blómkálið mjög smátt í matvinnsluvél, þar til það er orðið að fíngerðum blómkálsgrjónum
2.Setjið blómkálið í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið á hæsta hita í 5-6 mín.
3.Takið skálina út, passið ykkur að vera í ofnhönskum! Setjið blómkálið á hreint viskustykki og kælið aðeins. Pakkið blómkálinu inn í viskustykkið og vindið uppá það. Reynið að vinda allan vökva úr kálinu. Því þurrara sem það er því betra.
4.Setjið blómkálið í skál og bætið við osti, eggi og kryddum. Hrærið vel saman, mér finnst gott að nota hendurnar til þess að hnoða þessu saman.
5.Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, setjið deigið á plötuna og mótið pizzabotn sem er sirka 12 - 14
6.Hitið ofninn í 220°C og bakið botninn í 15 mín. Takið botninn út og snúið honum við og bakið áfram í 3 mín.
7.Takið botninn útúr ofninum og setjið sykurlausa pizzasósu, mozzarella frá Örnu eftir smekk og raðið chorizo sneiðum ofan á.
8.Setjið aftur inn í ofn og bakið þar til osturinn er orðinn gylltur.
9.Stráið klettasalati eftir smekk yfir pizzuna og rífið parmesanost yfir

Á nýju ári fara margir í að endurskoða mataræðið sitt. Keto hefur verið mjög vinsælt undanfarin misseri en þar er leitast við að hafa sem allra minnst af kolvetnum, prótein í meðallagi og mest af fitu eða um 70% af heild.

Í gegnum tíðina hef ég prófað allskonar lágkolvetna pizzubotna en ég fer alltaf í þennan. Klassíski blómkálsbotninn. Hann er frekar fljótlegur, svona miðað við að það þarf ekkert að hefa eða neitt slíkt. Einnig finnst mér mikill kostur við blómkálið að hafa trefjarnar auk þess sem heildar hitaeiningafjöldi er lægri en í öðrum keto botnum líkt og þegar “fat head” deig er notað.

Osturinn sem ég nota hér er Mozzarella frá Örnu en hann inniheldur auðvitað engin kolvetni. Mér finnst hann henta sérlega vel í þennan botn þar sem hann bráðnar vel en heldur samt nógu stöðugur í botninum.

Njótið vel kæru vinir!

 

Fullkomin þykkt!

 

 

 

Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.