Á nýju ári fara margir í að endurskoða mataræðið sitt. Keto hefur verið mjög vinsælt undanfarin misseri en þar er leitast við að hafa sem allra minnst af kolvetnum, prótein í meðallagi og mest af fitu eða um 70% af heild.
Í gegnum tíðina hef ég prófað allskonar lágkolvetna pizzubotna en ég fer alltaf í þennan. Klassíski blómkálsbotninn. Hann er frekar fljótlegur, svona miðað við að það þarf ekkert að hefa eða neitt slíkt. Einnig finnst mér mikill kostur við blómkálið að hafa trefjarnar auk þess sem heildar hitaeiningafjöldi er lægri en í öðrum keto botnum líkt og þegar “fat head” deig er notað.
Osturinn sem ég nota hér er Mozzarella frá Örnu en hann inniheldur auðvitað engin kolvetni. Mér finnst hann henta sérlega vel í þennan botn þar sem hann bráðnar vel en heldur samt nógu stöðugur í botninum.
Njótið vel kæru vinir!
Þessi færsla er unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Leave a Reply