Innihaldslýsing

1 lítil dós Grísk jógúrt frá Örnu
2 msk dijon sinnep
1-2 msk fljótandi hunang
1 bakki kjúklingalundir
1 msk ólífuolía
Cajun kjúklingakrydd eftir smekk
200g kínóa
Klípa af salti
Lambhagasalat
Klettasalat
Appelsínugul paprika
Pink lady epli
Fersk bláber
Ristuð sólblómafræ
Salatfeti frá Örnu
Nú er runninn upp aðal grilltími ársins og ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki gefið ykkur uppskriftina af uppáhalds salatinu mínu en það er mjög næringarríkt og matarmikið. Til þess að toppa það geri ég yfirleitt kalda dressingu úr grískri jógúrt. Mér finnst best að nota grísku jógúrtina frá Örnu þar sem...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að setja kjúklinginn í skál ásamt olíu og cajunkryddi, setjið hann til hliðar og leyfið að marínerast á meðan þið gerið sósuna og sjóðið kínóað.
2.Hrærið saman í skál: Grísku jógúrtinni, sinnepi og hunangi, smakkið ykkur áfram, gætuð viljað aðeins meira af sinnepi eða hunangi.
3.Setjið kínóa í pott ásamt vatninu og klípu af salti. Sjóðið líkt og hrísgrjón í 20 mín.
4.Skerið niður grænmeti og epli eftir smekk.
5.Grillið kjúklinginn annað hvort á útigrilli eða grillpönnu.
6.Látið mesta hitann rjúka úr kínóanu og kjúklingnum áður en þið raðið saman salatinu.
7.Setjið kínóa í grunn skál og raðið salati, papriku, eplum, bláberjum, fetaosti, sólblómafræjum og kjúklingi. Toppið með sósunni góðu og ég mæli með að vera með sósuskálina nálægt og bæta oft á!

Nú er runninn upp aðal grilltími ársins og ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki gefið ykkur uppskriftina af uppáhalds salatinu mínu en það er mjög næringarríkt og matarmikið.

Til þess að toppa það geri ég yfirleitt kalda dressingu úr grískri jógúrt. Mér finnst best að nota grísku jógúrtina frá Örnu þar sem hún er laus við laktósa. Sósan er afar einföld en ég hræri saman við hana dijon sinnepi og fljótandi hunangi. Úr verður einhver dásamleg bragðsprengja sem ég nota á allt og algjörlega fullkomin með þessu salati.

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.