Þessi kjúklingaréttur er svona einn af þessum sem eru einfaldir í gerð en slá algjörlega í gegn. Hann hentar í hvaða matarboði sem er nú eða bara með kósý réttur fyrir fjölskylduna. Þennan elska allir!
| 4-6 kjúklingabringur, skornar í tvennt, t.d. Rose Poultry | |
| salt og pipar | |
| 4 vorlaukar, saxaðir þunnt | |
| 2 hvítlauksrif, pressað | |
| 120 ml kjúklingasoð (eða vatn + 1 teningur kjúklingakraftur) | |
| 1 box sýrður rjómi 18%, t.d. frá Mjólka | |
| 1 msk steinselja, söxuð |
Kjúklingur með stökku beikoni og vorlauk í geggjaðri sósu
| 1. | Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og sláið niður eða rúllið þar til þær eru orðnar þunnar. Saltið og piprið og stráið smá hveiti yfir þær. |
| 2. | Setjið smjör og olíu á pönnu og steikið kjúlingabringurnar í um 4 mínútur á báðum hliðum. |
| 3. | Takið kjúklinginn af pönnunni og bætið vorlauk og hvítlauk út á pönnuna og steikið í um 1 mínútu og hrærið stöðugt í á meðan. |
| 4. | Bætið kjúklinginum aftur út á pönnuna, ásamt beikonbitum og hellið síðan kjúklingasoðinu saman við. Látið malla í 5 mínútur. |
| 5. | Takið kjúklinginn af pönnunni og stráið beikoni yfir kjúklinginn. |
| 6. | Gerið sósuna með því að hræra sýrðum rjóma út á pönnuna og hitið en látið ekki sjóða. |
| 7. | Hellið sósunni yfir kjúklinginn og beikonið. Berið fram með tagliatelle og einföldu salati, t.d. icebergt með tómötum, rauðlauk og fetaosti. |



Leave a Reply