500 g kjúklingalundir eða læri, t.d. frá Rose Poultry
1 bolli saltkringlur, muldar
1 tsk chilíduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk reykt paprikukrydd
1/4 - 1/2 tsk cayenne pipar
sjávarsalt og svartur pipar
ólífuolía
1 poki blandað salat
2 avacado, skorið
4 beikonsneiðar, eldaðar og muldar niður
250 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
parmesan ostur
Látið eggin í eina skál og léttþeytið. Veltið kjúklingnum upp úr eggjunum. Látið í aðra skál muldar saltkringlur, chilíduft, hvítlauksduft, laukduft, paprikukrydd, cayenne pipar og smá pipar í skál. Veltið kjúklingnum upp úr blöndunni þar til hann er þakinn saltkringlumulningi. Látið á bökunarplötu og dreypið ólífuolíu yfir hann. Eldið í 20 mínútur við 210°c heitan ofn. Þegar hann er fulleldaður takið úr ofni og látið kólna lítillega. Látið salat í skál, þá tómata, avacado, beikon og parmesan. Setjið að lokum kjúklinginn út á salatið og örlítið af sósu. Berið sósuna með réttinum svo hver geti stjórnað magninu.
Hunangssinnepssósa
60 ml ólífuolía
60 ml hunang
safi úr 1 sítrónu
3 msk Heinz yellow mustard mild
2 msk tahini
2 msk eplaedik
1/2 tsk cayenne pipar
Látið öll hráefnin í krukku og hristið vel saman. Smakkið til með salti og pipar.
Leave a Reply