Innihaldslýsing

1 eldaður kjúklingur, rifinn
1 paprika, skorin í teninga
1 rauðlaukur, saxaður
3-5 sneiðar jalapenos, fræhreinsaðar og skornar niður
300 g mozzarellaostur, rifinn
8 tortillur, t.d. frá Mission
1 búnt vorlaukur, saxað
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Látið öll hráefnin fyrir sósuna saman í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og pipar. Geymið.
2.Blandið saman kjúklingi, jalapenos, lauk og papriku. Bætið helmingnum af avókadósósunni saman við og blandið vel saman. Penslið ofnfast mót með olíu og dreifið smá af sósunni í botninn. Skiptið kjúklingafyllingunni niður á tortillurnar, stráið osti yfir, rúllið þeim upp og leggið í ofnfasta mótið. Hellið afganginum af avókadósósunni yfir tortillurnar og stráið osti yfir þær.
3.Leggið álpappír yfir mótið og setjið inn í 200° heitan ofn í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og leyfið að eldast í 10 mínútur til viðbótar. Stráið vorlauki yfir allt og berið fram með sýrðum rjóma.

Kjörinn réttur þegar mann langar í eitthvað gott en vill eða getur ekki eytt heilum degi í að undirbúa með allt eldhúsið undirlagt. Hér er kjúklingurinn keyptur eldaður og síðan nægja fáeinar mínútur til að snara fram matnum.

Úr verður fersk og suðræn veisla. Hægt að nota tímann sem sparast til að sötra eitthvað, flétta músastiga eða fullkomna í allra síðasta sinn lagalistann í tölvunni!

Færslan er unnin í samstarfi við Innnes.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.