Mikilvægt er að hræra stöðugt í sósunni svo hún brenni ekki við, en um leið og osturinn er bráðinn er hún tilbúin.
Ég bar þennan einfalda og góða rétt svo fram með salati.
700 gr úrbeinuð kjúklingalæri (ég nota Rose Poultry) | |
200 gr matreiðslurjómi | |
40 gr parmesan ostur | |
1/2 teningur kjúklingakraftur | |
3 hvítlauksrif | |
Ein lúka fersk basilika | |
60 gr sólþurrkaðir tómatar |
1. | Steikið kjúklingalæri á pönnu í 16 mínútur eða þar til þau verða fullelduð og setjið salt og pipar eftir smekk |
2. | Skerið sólþurrkaða tómata í litla bita |
3. | Pressið hvítlauksrifin |
4. | Raspið parmesan ostinn |
5. | Saxið basiliku |
6. | Blandið þessu öllu saman ásamt rjómanum í pott og bræðið saman |
7. | Berið sósuna fram með kjúklingnum |
Mikilvægt er að hræra stöðugt í sósunni svo hún brenni ekki við, en um leið og osturinn er bráðinn er hún tilbúin.
Ég bar þennan einfalda og góða rétt svo fram með salati.
Leave a Reply