Innihaldslýsing

800 g Rose Poultry kjúklingur (t.d. læri eða lundir)
2 dl sýrður rjómi
3 dl rjómi
2 dl parmesanostur, rifinn
8 sólþurrkaðir tómatar
3-5 hvítlauksrif
handfylli spínat
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 rautt chilí eða chilíflögur
2 msk sojasósa frá Blue dragon
3 msk chilísósa frá Heinz (ekki sweet chili)
2 msk Oscars kjúklingakraftur
kirsuberjatómatar
salt og pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Setjið olíu í pott og steikið kjúklinginn þar til hann hefur brúnast. Látið í ofnfast mót.
2.Skerið hvítlauk og chilí smátt og paprikuna gróflega. Hér má nota grænmeti að eigin vali. Setjið olíu í sama pott og léttsteikið grænmetið. Látið yfir kjúklinginn.
3.Hitið rjóma og sýrðan rjóma við vægan hita í sama potti. Þegar sýrður rjómi hefur blandast vel saman við rjómann takið af hitanum og bætið sojasósu, chilísósu, kjúklingakrafti. Bætið að lokum rifnum parmesan saman við.
4.Smakkið sósuna til með salti og pipar og hellið yfir allt. Látið handfylli af spínati yfir sósuna en ýtið því ekki í sósuna. Skerið tómata í tvennt og látið þá yfir.
5.Setjið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.