
| 2 kg kjúklingavængir | |
| 2 msk lyftiduft (gerir þá stökka) | |
| 3/4 tsk salt | |
| 1/2 tsk svartur pipar | |
| 1 tsk paprika | |
| 1 tsk hvítlauksduft | |
| Buffalósósa: | |
| 80 ml hot sauce | |
| 200 g púðursykur | |
| 2 msk smjör | |
| Ranch sósa: | |
| 1 dl majonnes | |
| 1/2 dl sýrður rjómi | |
| 1 tsk hvítlauksduft | |
| 1-2 msk steinselja, smátt söxuð | |
| 1/2 tsk eplaedik | |
| 1/2 tsk worchestershire sósa | |
| salt og pipar |
Mér finnst gott að strá sesamfræum og vorlauk yfir vængina og bera þá fram með kaldri ranch sósu og sellerí.
| 1. | Þerrið kjúklingavængina mjög vel með pappírsþurrku eða viskustykki. Það er mikilvægt að þá þeim vel þurrum og ágætt að kreysta þá aðeins til að ná vökva úr á meðan þeir eru þerraðir. |
| 2. | Blandið kryddum saman og stráið yfir vængina. Blandið kryddinu vel yfir vængina. |
| 3. | Raðið á plötu með olíubornum álpappír. |
| 4. | Látið í 190°c heitan ofn í 20 mínútur og snúið þá á hina hliðina og bakið í aðrar 20 mínútur. |
| 5. | Gerið sósuna á meðan. Látið hráefnin í pott og hitið þar til sykurinn er alveg bráðinn. Smakkið til. og bætið við hot sauce ef þið viljið fá meira |
| 6. | Takið væninga úr ofninum og setjið í skál. Hellið sósunni yfir og blandið vel saman. |
| 7. | Raðið aftur á ofnplötuna og látið í ofn í 5 mínútur á hvorri hlið í 210°c heitum ofni. |
| 8. | Gerið köldu sósuna með því að blanda öllum hráefnum saman í skál og kæla. |
Leave a Reply