Setjið olíu á pönnu og steikið/grillið nautaspjótin í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Hitið brauðið. Látið hummus á brauðið, þá kál og grænmeti og síðan nautaspjótin. Látið fetaostasósuna yfir kjötið og berið fram.
Hummus
2 dósir kjúklingabaunir
60 ml sítrónusafi
60 ml sesammauk/tahini, hrært þar til mjúkt
2 hvítlauksrif, gróflega söxuð
1/4 tsk cumin (ekki kúmen)
1/8 tsk cayenne pipar
1 tsk salt
3 msk ólífuolía
Hellið vökvanum af kjúklingabaunum í skál og geymið. Takið nokkrar kjúklingabaunir frá til skrauts. Setjið öll hráefnin fyrir hummusinn í matvinnsluvél og maukið. Bætið nokkrum matskeiðum af vökvanum saman við til að þynna en ekki of mikið. Smakkið til með kryddum.
Fetaostasósa
220 g fetaostur, hreinn
120 ml sýrður rjómi
120 ml majones
1 tsk sítrónubörkur, fínrifinn
1 hvítlauksrif, saxað
1/4 tsk dill, þurrkað
1/4 tsk oregano
1/4 tsk timían
1/8 tsk salt
1/4 tsk svartur pipar
1/8 tsk chilíflögur
Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til mjúkt. Smakkið til að eigin smekk. Setjið í skál og dreypið ólífuolíu yfir og chilíflögum.
Leave a Reply