Það er fátt sem toppar kóreskan kjúkling. Hann hefur þetta einfaldlega allt – er stökkur, bragðmikill, sætur og óóóótrúlega bragðgóður. Ég hef oft keypt mér kóreska kjúklingavængi á veitingastöðum bæjarins og ég veit fátt betra, en hafði aldrei gert þá sjálf.
Eftir að hafa farið í smá rannsóknarvinnu komst ég að því að “it-ið” í þessari uppskrift felst í því að skella sér í asísku búðirnar og fjárfesta í gochujang sem er kóreskt chilímauk. Þannig fáið þið uppskrift sem er “the real thing” og engri lík. Ef þið komist hinsvegar ómögulega út í búð þá má nota chilímauk (chilípaste) eða sriracha og ég lofa ykkur því að hún verður engu að síður tjúlluð. TJÚLLUÐ!
Fyrirmyndin að þessari uppskrift kemur af vefsíðunni salu-salo en það er er filippeyskt orðatiltæki sem þýðir að fá vini og fjölskyldu saman og borða góðan mat. Mikið sem það hljómar vel og á vel við þegar þið berið fram þennan gómsæta rétt. Njótið!
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.
Leave a Reply