Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að nýta það bara. Ég marinera lambið í korma paste fyrst áður en ég steiki það. Bæti svo sósunni út á og klára eldunina, einfaldara getur það varla verið.
Leave a Reply