Innihaldslýsing

4 kótilettur
1 dl púðursykur (eða kókossykur)
4 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk oregano
1 tsk timían
salt og pipar
4 msk smjör
Í þessa uppskrift má nota kjöt að eigin vali t.d. lamba-, nauta-, eða svínakjöt.

Leiðbeiningar

1.Kryddið kótiletturnar með salti og pipar. Setjið 2 msk af smjöri á pönnuna og brúnið kótiletturnar á hvorri hlið í 1-2 mínútur. Takið af pönnunni og setjið í ofnfast mót.
2.Setjið 2 msk af smjöri, púðursykur, pressaðan hvítlauk, oregano og timían á heita pönnuna og blandið saman.
3.Þegar smjörið er bráðið og blandan orðin að mauki hellið henni þá yfir kótiletturnar.
4.Setjið í 200°c heitan ofn í 5-10 mínútur (fer eftir þykkt kjötsins).

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.