Innihaldslýsing

1 miðlungs stór laukur
1 geiralaus hvítlaukur
1 bolli soðnar svartar baunir (hægt að fá í dós)
500g nautahakk
1 bolli maískorn
450g salsasósa
1/2 bolli vatn
1 hvítlauksostur frá Örnu
2 msk tómatpúrra
2 msk tacokrydd
Salt og hvítlauksduft eftir smekk
1 poki mozzarellaostur með hvítlauk frá Örnu
3-4 stórar tortillakökur
Mexíkóskt lasagna er einn af þeim réttum sem vinsælastir eru á mínu heimili. Það tekur enga stund að henda í kjötsósuna og setja það saman og öllum þykir það jafn gott. Með fersku salati, sýrðum rjóma og nachos er þetta orðið að veislumáltíð! Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurbú á Bolungarvík

Leiðbeiningar

1.Saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er glær
2.Bætið hakki út á pönnuna og steikið áfram þar til hakkið brúnast
3.Setjið svartar baunir og tacokrydd út á pönnuna og steikið áfram á miðlungshita
4.Bætið við maís, salsasósu og hvítlauksosti og látið malla í nokkrar mínútur, smakkið til með salti og hvítlauksdufti
5.Setjið kjötsósu í botninn á eldföstu móti og leggið tortillaköku yfir, gerið þetta til skiptis og endið á hakksósu. Dreifið mozzarellaosti yfir.
6.Berið fram með því meðlæti sem ykkur hugnast, toppið með fersku kóríander ef vill
7.Bakið í ofni þar til osturinn er gylltur

Mexíkóskt lasagna er einn af þeim réttum sem vinsælastir eru á mínu heimili. Það tekur enga stund að henda í kjötsósuna og setja það saman og öllum þykir það jafn gott.

Með fersku salati, sýrðum rjóma og nachos er þetta orðið að veislumáltíð!

Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurbú á Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.