Innihaldslýsing

1 hörfræ egg (1 msk mulin hörfræ + 3 msk vatn hrært saman og látið standa í 5 mínútur)
3 þroskaðir bananar
1/2 bolli avocado olía eða önnur jurtaolía
1/4 bolli Oatly barista haframjólk
1/4 bolli Cristallino hrásykur frá Rapunzel
1/4 bolli Rapadura hrásykur frá Rapunzel
1 1/2 bolli heilhveiti frá Kornax
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/2 bolli saxaðar valhnetur (gott að geyma smá til þess að setja ofan á)
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 175°C
2.Blandið saman í lítilli skál muldum hörfræjum og vatni og látið standa í 5 mín
3.Takið miðlungsstóra skál og stappið banana í henni, bætið við olíu, haframjólk og sykri og pískið vel. Blandið hörfræblöndunni saman við.
4.Setjið þurrefni út í blautefnin og hrærið með sleikju. Blandið valhnetum út í síðast.
5.Skiptið í 12 muffinsform sem sett eru í muffinsbakka og bakið í 30 - 35 mín. Kælið á grind og njótið.

Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri.

Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta því öllum þeim sem eru vegan en auðvitað líka þeim sem eru með mjólkur og eggjaofnæmi.

Krökkunum mínum fannst þær alveg geggjaðar og þær kláruðust á methraða, það eru nú alltaf góð meðmæli!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.