Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur.
Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða sítrónudropar? Eða bæði? Eða hvorugt? Litlar eða stórar? Steiktar upp úr tólg eða palmín? Já það er alveg hægt að stúdera þetta fram og til baka en hefðin er til staðar og um að gera að leika sér aðeins með hana.
Þessi uppskrift er í grunninn mjög hefðbundin. Hinsvegar leik ég mér aðeins með bragðið. Í deiginu eru þessi klassísku jólakrydd eins og negull, kanill og engifer. Svo setjum við punktinn yfir i-ið með því að velta þeim upp úr kanilsykri þegar þær koma upp úr pottinum.
Útkoman er stórkostlegt bakkelsi sem er í senn þjóðlegt og jólalegt.
Hvet ykkur til að prófa þessar!
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Leave a Reply