Innihaldslýsing

550g Kornax hveiti
170g sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk hjartarsalt
1/2 tsk salt
50g bráðið smjör
1 stórt egg við stofuhita
2.5 dl AB mjólk frá Örnu
2 tsk vanilludropar
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr
2-3 kubbar Palmín feiti
Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur. Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða...

Leiðbeiningar

1.Blandið saman þurrefnum í hrærivélaskál, setjið svo rest saman við og hrærið varlega.
2.Takið svo deigið úr skálinni og klárið að hnoða þangað til það hættir að loða við hendur og borð.
3.Fletjið deigið út þar til það verður um tæpur sentimeter á þykkt
4.Skerið í tígla með kleinujárni eða pizzaskera. Skerið gat í miðju og snúið í kleinu.
5.Bræðið palmín feitina og hitið að 180°C, ég nota sykur hitamæli sem ég festi á þykkbotna steypujárnspott.
6.Steikið 4-5 kleinur í einu, ef þið setjið of margar í einu kólnar feitin of mikið.
7.Veiðið kleinurnar upp með fiskispaða og leggið á eldhúspappír sem settur hefur verið í fat.
8.Setjið kanilsykur á djúpan disk og veltið heitum kleinunum, einni í einu upp úr sykrinum.

Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur.

Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða sítrónudropar? Eða bæði? Eða hvorugt? Litlar eða stórar? Steiktar upp úr tólg eða palmín? Já það er alveg hægt að stúdera þetta fram og til baka en hefðin er til staðar og um að gera að leika sér aðeins með hana.

Þessi uppskrift er í grunninn mjög hefðbundin. Hinsvegar leik ég mér aðeins með bragðið. Í deiginu eru þessi klassísku jólakrydd eins og negull, kanill og engifer. Svo setjum við punktinn yfir i-ið með því að velta þeim upp úr kanilsykri þegar þær koma upp úr pottinum.

Útkoman er stórkostlegt bakkelsi sem er í senn þjóðlegt og jólalegt.

Hvet ykkur til að prófa þessar!

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu mjólkurvinnslu á Bolungarvík

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.