Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka.
Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut.
Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu nota hvaða glös sem er, en best er að hafa rör í honum til þess að drekka úr.
Ég fór með þennan drykk í boð og var búin að blanda hann heima og setti hann aftur í frysti. Ég tók hann svo með mér og því lítið mál að fara með hann á milli húsa tilbúinn.
Leave a Reply