Innihaldslýsing

4-5 kúfaðar msk Ís
1 msk soðið vatn
1/4 tsk FINE lakkrísduft frá Johan Bülow
1 msk Gin
Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka. Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut. Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu...

Leiðbeiningar

1.Sjóðið vatn
2.Bætið lakkrísdufti við soðna vatnið og leyfið því að leysast upp
3.Sjálf nota ég gamla ísinn, en það má að sjálfsögðu nota hvaða ís sem er
4.Blandið saman Ís, lakkrísblöndu og gini
5.Ef verið er að gera fyrir nokkur glös er þægilegt að hræra þetta allt saman með hrærivél
6.Setjið í glös og berið fram - á myndunum bar ég þetta fram í iittala rauðvíns glösum

Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka.

Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut.
Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu nota hvaða glös sem er, en best er að hafa rör í honum til þess að drekka úr.

Ég fór með þennan drykk í boð og var búin að blanda hann heima og setti hann aftur í frysti. Ég tók hann svo með mér og því lítið mál að fara með hann á milli húsa tilbúinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.