Lambagrillspjót frá Norðlenska, miða við 1-2 spjót á mann
Grillspjót
Lambagrillspjót í hvítlauks og rósmarínkryddlegi frá Norðlenska
Takið kjötið úr pakkningunni, þerrið og látið standa við stofuhita í 10 mínútur. Grillið í 3-5 mínútur á hvorri hlið. Ég miða við eitt til tvö spjót á mann en það eru tvö spjót í hverri pakkningu.
Bulgur salat með grænmeti og kjúklingabaunum
190 g bulgur
1 1/2 tsk salt
1/4 rauðlaukur, saxaður smátt
60 ml ólífuolía
safi úr 2 sítrónum
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk cumin
1 tsk sykur
svartur pipar
1 paprika, smátt skorin
1/2 agúrka, smátt skorin
1/4 búnt steinselja, smátt söxuð
1 dós kjúklingabaunir
Látið bulgur í skál. Hitið vatn og látið sjóða. Hellið yfir bulgurnar og látið lok eða klút yfir. Látið standa í 15 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast. Hellið afgangs vatni frá. Hrærið ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauksrifi, cumin, salti og pipar saman í skál og setjið saman við bulgurnar ásamt grænmetinu. Berið fram með spjótunum.
Myntu og jógúrtdressing
280 g grísk jógúrt
1/2 búnt fersk mynta, smátt söxuð
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk cumin
1/4 tsk cayenne pipar
salt og pipar
Blandið öllu saman í skál. Látið í kæli í 30 mínútur áður en borið fram.
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Leave a Reply