Lax í kókos- og lime sósu
Lax í kókos- og lime sósu
Lax í kókos- og lime sósu
Lax í kókos- og lime sósu

Innihaldslýsing

800 g lax, skorinn í bita
salt og pipar
2 msk olía
2 hvítlauksrif
2 msk engifer, rifið fínt
1 msk púðursykur
1 tsk chilí
1 dós (400g) kókosmjólk
1 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon
börkur af 1 límónu, fínrifinn
límónusafi eftir smekk
Uppskrift að fyrirmynd frá www.recipetineats.com

Leiðbeiningar

1.Saltið og piprið laxinn.
2.Hitið 1 msk af olíu á pönnu og látið fiskinn á pönnuna þannig að roðið snúi upp. Steikið í 1 1/2 mínútu og snúið við. Eldið í 1 mínútu á hinni hliðinni. Takið fiskinn af pönnunni.
3.Setjið 1 msk af olíu og hitið við vægan hita. Bætið hvítlauk og engifer saman við og steikið í 1 mínútu, hrærið reglulega í blöndunni.
4.Bætið sykri saman við og hrærið lítillega saman. Bætið chilí maukinu saman við.
5.Hellið þá kókosmjólk út á pönnuna og skrapið botninn af pönnunni og blandið vel saman við.
6.Látið fiskisósu saman við og látið malla í 2 mínútur.
7.Bætið laxinum saman við og látið malla í 3-4 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
8.Takið fiskinn úr blöndunni. Bætið fínrifnum sítrónuberki út á pönnuna og smakkið til með límónusafa og salti.
9.Setjið fiskinn á disk og hellið sósunni yfir og berið fram með meðlæti að eigin vali.

Mynd: /Fisherman

Laxinn fékk ég ferskan frá fiskisjoppunni Fisherman á Hagamel sem sérhæfir sig í úrvals
fiskréttum. Hér er hægt að koma og borða í hádeginu nú eða á kvöldin og taka alla fjölskylduna með
því hér er geta börnin fundið ýmislegt sem þeim líkar við.

#samstarf

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.